Fyrsti makríltúr ársins
miðvikudagurinn 11. júlí 2012
Páll Pálsson ÍS 102, ísfisktogari Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf. landaði á Flateyri í morgun um 60 tonnum af makríl, sem hann fékk út af Breiðafirði.
Þetta er fyrsti makríltúr ársins og verður aflinn heilfrystur í Íshúsfélagshúsinu, fiskvinnslu H-G á Ísafirði. Til að framleiða hágæðavöru úr makríl þarf að vanda til verka bæði í veiðum og vinnslu. Veiðiferðirnar eru stuttar og landað á Flateyri til að koma aflanum sem fyrst í vinnslu. Unnið er sleitulaust við frystingu meðan hráefni er til staðar. Á síðastliðnu ári veiddu skip félagsins tæp tvö þúsund tonn af makríl og hefur hann því verið góð búbót.
Páll hélt aftur til makrílveiða að lokinni löndun.
Þetta er fyrsti makríltúr ársins og verður aflinn heilfrystur í Íshúsfélagshúsinu, fiskvinnslu H-G á Ísafirði. Til að framleiða hágæðavöru úr makríl þarf að vanda til verka bæði í veiðum og vinnslu. Veiðiferðirnar eru stuttar og landað á Flateyri til að koma aflanum sem fyrst í vinnslu. Unnið er sleitulaust við frystingu meðan hráefni er til staðar. Á síðastliðnu ári veiddu skip félagsins tæp tvö þúsund tonn af makríl og hefur hann því verið góð búbót.
Páll hélt aftur til makrílveiða að lokinni löndun.