Gleðilegt sumar!
fimmtudagurinn 20. apríl 2017
Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. óskar starfsfólki sínu gleðilegs sumars.
Áralöng hefð er fyrir því að unnið sé á sumardaginn fyrsta í bolfiskvinnslu félagsins í Hnífsdal og sumardagsfríið tekið út daginn eftir. Með því nær starfsfólkið lengra helgarfríi. Það eru félagar í Kvenfélaginu Hvöt í Hnífsdal sem sjá um veglegt bakkelsi með sumardagskaffinu og ágóðinn rennur síðan til góðra málefna í nærsamfélaginu. Sumar og vetur frusu saman en þegar slíkt gerist segir íslensk þjóðtrú að það boði gott sumar.