Aflaverðmæti skipa Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf á árinu 2009 var 2.840 milljónir króna og jókst um 26 % á milli ára, þar af voru laun og launatengd gjöld kr. 1.060 milljónir eða 38% af aflaverðmæti árisins.

Útgerð skipa félagsins gekk vel á árinu og engar frátafir urðu vegna bilana.

Fagnað var þeim tímamótum að 20 ár voru síðan Júlús Geirmundsson kom fyrst til bæjarins, Júlíus var frá veiðum í mánuð vegna slipptöku þar sem skipið var málað hátt og lágt auk þess sem vél og gír fengu 20 ára yfirferð.

Páll Pálsson stoppaði í tvær vikur vegna hefðbundinna sumarleyfa í landvinnslu félagsins.

Stefnir var á veiðum allt árið.


Afli skipa

2009 2009
2008
Júlíus Geirmundsson
3.933 tonn 1.276 mill. 1.084 mill.
Páll Pálsson
4.438 tonn 790 mill. 628 mill.
Stefnir
3.500 tonn 773 mill. 543 mill.
Alls. 11.871 tonn 2.840 mill. 2.255 mill.

Í upphafi árs gætir hins vegar nokkrar óvissu, úthlutaður aflaheimildir eru rúmlega 1.400 tonnum minni í botnfiski en á síðasta fiskveiðiári, auk þess sem boðuð upptökuleið stjórnvalda í formi fyrningar vofir yfir sjávarbyggðunum.

Til baka