HG veitt heiðursslaufa Sigurvonar
fimmtudagurinn 20. október 2022

Hraðfrystihúsinu Gunnvör var veitt heiðursslaufa krabbameinsfélagsins Sigurvonar síðastliðin þriðjudag 18. október. Meginmarkmið Sigurvonar er að styðja fjárhagslega við krabbameinsgreinda einstaklinga sem alla jafna þurfa að sækja meðferðir utan heimabyggðar sem hefur mikinn kostnað í för með sér. Með veitingunni vildu aðstandendur Sigurvonar þakka HG fyrir dyggilegan fjárstuðning til fjölda ára. 

Þeir sem vilja sýna Sigurvon stuðning er bent á að hægt er að ganga í félagið og geiða hógvært ársgjald. 

Til baka