Háafell festir kaup á sínum fyrsta fóðurpramma
þriðjudagurinn 9. nóvember 2021
Háafell ehf, dótturfyrirtæki Hraðfrystihússins- Gunnvarar hf., hefur fest kaup á sínum fyrsta fóðurpramma en um er að ræða pramma af gerðinni AC450Comfort frá AKVA group. Pramminn verður tekin í notkun næsta sumar í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi en þar verður fyrsti árgangur af laxi frá Háafelli.
-Við höfum 20 ára reynslu af eldi á þorski og regnbogasilungi og erum nú loksins að byrja með langþráð laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Með nýju leyfi fyrir 6.800 tonna lífmassa af laxi, og fjárfestingu í fyrsta fóðurpramma félagsins höfum við tekið mikilvæg skref í að byggja upp fyrirtækið. Við erum mjög ánægð með að hafa náð samkomulagi um afhendingu á vel útbúnum fóðurpramma innan takmarkaðs tímaramma, en við teljum AKVA group traustan og samkeppnishæfan birgja, segir Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri Háafells.
Fóðurpramminn verður með landtengingu og þannig knúinn af endurnýjanlegri orku.
-Það er mjög ánægjulegt að Háafell velur AKVA group sem birgja. Við höfum fylgst með þessu fyrirtæki í langan tíma og ég er mjög ánægður með að þeir séu nú að hefja nýjan kafla í fiskeldi sínu. Með AC450Comfort fóðurpramma fær Háafell mjög góða lausn með allri þeirri aðstöðu og búnaði sem þarf til að ná góðum rekstri, segir Roar Ognedal, sölustjóri Akvagroup
Nýi pramminn verður sá ellefti í röðinni frá AKVA group á Íslandi.