Hafsjór af hugmyndum.
mánudagurinn 30. mars 2020
HG er þáttakandi í nýsköpunarkeppninni Hafsjór af hugmyndum sem Sjávarútvegsklasi Vestfjarða stendur fyrir. Markmiðið er að hvetja frumkvöðla, fyrirtæki og nemendur til nýsköpunar sem leitt getur af sér ný störf og aukinn virðisauka sjávarfangs á Vestfjörðum. Athygli er vakin á því að verkefnið er ekkert síður opið til styrktar lokaverkefna nema á háskólastigi. Vestfjarðastofa heldur utan um verkefnið fyrir hönd sjávarútvegsklasa Vestfjarða en verkefnið fékk einnig styrk frá Uppbyggingasjóði sem er hluti af Sóknaráætlun.
Frekari upplýsingar er að finna á hér.
Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. rekur fiskvinnslu í Hnífsdal, lifrarvinnslu í Súðavík, gerir út tvo isfirsktogara og frystitogara, rækjubáta og er með fiskeldisstarfsemi.
Hér að neðan er kynningarmyndband af starfsemi HG: