Heimkomuhátíð Páls Pálssonar ÍS 102
föstudagurinn 1. júní 2018

Nýjum og glæsilegum togara Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf, Páli Pálssyni ÍS 102 sem kom til Ísafjarðar 5. maí var fagnað með formlegri heimkomuhátíð laugardaginn 19.maí.

Séra Magnús Erlingsson sóknarprestur á Ísafirði blessaði skipið auk þess sem karlakórinn Ernir söng nokkur lög.

Guðrún Aspelund er guðmóðir skipsins og  gaf hún því nafn og sagði við það tækifæri „Gæfa fylgi þér og áhöfn þinni Páll Pálsson.“

Gestum var síðan boðið að skoða skipið og þar á eftir var boðið uppá veitingar í Edinborgarhúsinu þar sem hönnun og smíði skipsins var kynnt ástamt því að ferðasögur úr ævintýralegri heimsiglingu voru sagðar.  

Nú eru  starfsmenn Skagans - 3X Technilogy að vinna við uppsetningu búnaðar á millidekk og í lest og tíminn jafnframt nýttur við ýmsilegt annað eins og að gera veirafæri klár.

„Þetta er stór dagur fyrir okkur eigendur og starfsfólk Hraðfrystihússins-Gunnvarar, þetta eru tímamót í Vestfirskum sjávarútvegi og það er einkar gleðilegt að koma með nýtt og fullkomið skip heim. Skip sem búið er fullkomnasta búnaði sem völ er á.

Það er okkar bjargfasta trú að til að standast sífellt meiri áskoranir í sjávarútvegi þurfum við á hverjum tíma að hafa á að skipa bestu tækjum sem völ er og þannig geta laðað til okkar hæfasta starfsfólkið“, sagði Einar Valur Kristjánsson framkvæmdastjóri í sínu ávarpi við athöfnina.

Forsvarsmenn HG þakkar öllum þeim sem komu til að skoða skipið og í móttökuna í Edinborgarhúsinu fyrir komuna.

Til baka