Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf hlýtur forvarnarverðlaun TM
föstudagurinn 15. febrúar 2013
Hraðfrystihúsið-Gunnvör í Hnífsdal hlaut í gær forvarnarverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar fyrir árið 2012. Tryggingamiðstöðin hefur veitt forvarnarverðlaunin Varbergið frá árinu 1999, en þau eru veitt þeim fyrirtækjum sem þótt hafa skara fram úr á sviði forvarna gegn óhöppum og slysum.
"Þetta er mikið ánægjuefni og fyrst og fremst erum við geysilega stolt af þessu. Starfsfólkið okkar er lykillinn að þessari viðurkenningu," segir Einar Valur Kristjánsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, en hann veitti verðlaununum viðtöku úr hendi Sigurðar Viðarssonar forstjóra Tryggingamiðstöðvarinnar í hádegishléi starfsmanna.
"Þetta er mikið ánægjuefni og fyrst og fremst erum við geysilega stolt af þessu. Starfsfólkið okkar er lykillinn að þessari viðurkenningu," segir Einar Valur Kristjánsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, en hann veitti verðlaununum viðtöku úr hendi Sigurðar Viðarssonar forstjóra Tryggingamiðstöðvarinnar í hádegishléi starfsmanna.
Einar Valur segir það markmið fyrirtækisins að vinna markvisst að auknu öryggi starfsmanna sinna. „Lykillinn hjá okkur er fyrst og fremst lítil starfsmannavelta. Okkar starfsmenn halda vel utan um hlutina og hvern annan, t.d. eru þetta mikið til sömu mennirnir á skipunum okkar. Þetta er klapp á bakið og segir okkur að við séum að gera rétt."
Um Hraðfrystihúsið Gunnvöru hf. segja sérfræðingar TM í forvörnum að fyrirtækið búi að öflugri liðsheild starfsmanna sem leggja grunninn að því að öllum framleiðslu, gæða- og öryggisstuðlum sé fullnægt. Að mati sérfræðinga TM er öryggishegðun mjög sterk innan HG, því fyrirtækið hefur lent í fáum slysum. Öryggisvitund og forvarnir skili árangri sem um munar, sem felist í fækkun slysa og veikinda.