„Við höfum ráðið 36 harðduglega og hressa krakka á aldrinum 16-23 ára sem munu vinna hjá okkur í sumar," segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG. „Það er mjög gaman að fá þennan hóp inn í fyrirtækið yfir sumarmánuðina og óhætt að segja að þau lífgi upp á fyrirtækið. Margir hafa unnið hjá okkur áður og sækjast eftir því að koma ár eftir ár. Þetta eru nánast allt ungmenni sem búa hér á svæðinu og tengd fyrirtækinu með einum eða öðrum hætti.


Hópurinn mun aðallega vinna í landvinnslunni auk þess sem ýmsum umhverfisverkefnum við starfsstöðvar HG verður sinnt. „Við hlökkum til að fá þau til starfa og bjóðum þau velkomin," segir Einar að lokum.

Til baka