Makríl- og síldveiðar skipa H-G í sumar skiluðu 175 milljóna króna innspýtingu í samfélagið hér heima í formi launa og tengdra gjalda. Sveitarfélögin fengu svo að sjálfsögðu sína sneið af kökunni í gegnum skatttekjur og gjöld.

Heildar makríl- og síldveiði skipanna þriggja nam 2.273 lestum og má áætla að verðmæti aflans hafi verið meira en 400 milljónir króna. Júlíus Geirmundsson veiddi meginþorra þessa afla og án þessara veiða hefði orðið að stöðva útgerð skipsins í fyrsta skipti vegna skorts á aflaheimildum. Júlíus er nú í „andlitslyftingu" í slipp eftir góða törn.


Nánast allur afli Páls Pálssonar og Stefnis fór til vinnslu í fiskverkun H-G í Ísfélagshúsinu. Þessi vinnsla skapaði starfsfólki svo og skólafólki umtalsverða vinnu, en vel á fimmta hundrað tonn af makríl og síld voru unnin á vöktum í húsinu.

Til baka