Markviss uppbygging starfsmanna
laugardagurinn 26. október 2002

Í maí sl. var ákveðið að skoða starfsfræðslu- og endurmenntunarmál H-G hf. Leitað var samstarfs við Fræðslumiðstöð Vestfjarða og verkefninu “Markviss uppbygging starfsmanna H-G hf.” hrundið af stað.

Markmiðin voru að greina þörf fyrir fræðslu í bolfiskvinnslu H-G hf., gera fræðsluáætlun og hrinda henni í framkvæmd. Stýrihópur skipaður starfsmönnum og stjórnendum H-G, ásamt ráðgjöfum frá FMV vann greiningarvinnu og hefur skilað af sér fræðsluáætlun til næstu 2ja ára. Fræðsluáætlunin var kynnt á starfsmannafundi í Hnífsdal sl. föstudag og var af því tilefni boðið upp á matarveislu þar sem á borðum voru afurðir úr þorski, hokinhala, leirgeddu ásamt fleiri hjúpuðum sjávarréttum úr fiskréttaverksmiðju SH í Bandaríkjunum. Stór hluti af bæði landfrystum og sjófrystum þorsk- og ýsuafurðum H-G hf. er seldur á Bandaríkjamarkað.

Til baka