Metveiðiferð
þriðjudagurinn 12. júní 2001

Júlíus slær fyrri met

Júlíus Geirmundsson er á landleið úr metveiðiferð. Áætlað aflaverðmæti í þessari veiðiferð sem hófst 16. maí er rúmar 160 milljónir. Veiðiferðin hefur staðið í 24 sólarhringa sem gerir um 6,7 milljónir á sólarhring að jafnaði. Mánudaginn 28. maí létti Júlíus á sér í Reykjavík. Aflin um 600 tonn upp úr sjó af grálúðu fékkst út á “Torgi”.

Til baka