Í gær var nýtt eldissvæði Háafells við Bæjahlíð í Ísafjarðardjúpi tekið í notkun. Það var áhöfnin á Papey ÍS, brunnbáti Háafells, sem flutti regnbogasilungsseiði frá seiðaeldisstöð fyrirtækisins á Nauteyri út í nýja eldissvæðið.

Barði Ingibjartsson er skipstjóri á Papey ÍS: „Þetta hefur bara gengið mjög vel, þetta er öflugur búnaður sem er búið að setja út hérna og spennandi að taka nýtt svæði í notkun. Þetta verða fimm ferðir hjá okkur núna á Papey að þessu sinni og svo verður annar hópur fluttur í kvíarnar seinna í sumar.“

Háafell er með 7.000 tonna regnbogasilungsleyfi og er nú þegar með fisk í sjó í Álftafirði sem verður slátrað í haust. Í vor voru ráðnir þrír nýjir starfsmenn til viðbótar í sjókvíaeldissdeild fyrirtækisins til þess að sjá um eldissvæðið við Bæjahlíð. Snemma næsta vor er svo áætlað að hefja laxeldi í eldissvæði Háafells í Skötufirði og er sá árgangur af laxi byrjaður að klekjast út í eldisstöðinni á Nauteyri og verður sá fiskur klár til útsetningar snemma í maí 2022.

 

Kvíarstæði við Bæjahlíð

Til baka