Páll Pálsson hirti ýsumetið af Þórunni Sveinsdóttur VE
þriðjudagurinn 30. ágúst 2005
Páll Pálsson ÍS, ísfisktogari Hraðfrystihússins-Gunnvarar í Hnífsdal,
var lang aflahæsta fiskiskipið í ýsu á því fiskveiðiári sem nú er að
ljúka og sló þar með met sem Þórunn Sveinsdóttir VE setti á síðasta
fiskveiðiári.
Páll Pálsson veiddi alls 2.371 tonn af ýsu á þessu ári, en gamla metið átti Þórunn Sveinsdóttir, 2.043 tonn, en það var sett í fyrra.
Það var ekki fyrr en á síðasta fiskveiðiári að það gerðist að skip veiddu meira en 1.500 tonn af ýsu á einu ári. Slíkt hafði ekki þekkst áður. Þá veiddu þrjú skip meira en 1.500 tonn, en í ár eru þau fimm. Rétt er þó að hafa í huga að fiskveiðiárinu er ekki enn lokið og talsverður ýsuafli gæti enn verið óskráður á vinnsluskipin á árinu, en þó er talið ómögulegt að nokkurt þeirra geti skákað Páli Pálssyni að þessu sinni.
Páll Pálsson veiddi alls 2.371 tonn af ýsu á þessu ári, en gamla metið átti Þórunn Sveinsdóttir, 2.043 tonn, en það var sett í fyrra.
Það var ekki fyrr en á síðasta fiskveiðiári að það gerðist að skip veiddu meira en 1.500 tonn af ýsu á einu ári. Slíkt hafði ekki þekkst áður. Þá veiddu þrjú skip meira en 1.500 tonn, en í ár eru þau fimm. Rétt er þó að hafa í huga að fiskveiðiárinu er ekki enn lokið og talsverður ýsuafli gæti enn verið óskráður á vinnsluskipin á árinu, en þó er talið ómögulegt að nokkurt þeirra geti skákað Páli Pálssyni að þessu sinni.