Rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi hefjast
miðvikudagurinn 30. október 2002
Rækjuvertíð í Ísafjarðardjúpi hófst í gærmorgun.
Hafró hefur mælt með 1.000 tonna kvóta í vetur. Það er skerðing um 500
tonn miðað við í fyrra. Töluvert minna mældist af rækju í rannsókninni
núna og hefur vísitalan fallið úr 2516 í fyrra niður í 1385 núna. Sjór
mældist óvenju heitur núna eða um 8,5 til 9,2 gráður. Veiðin
fyrstadaginn gekk misjafnlega hjá þeim bátum sem landa hjá H-G hf.
Aldan landaði 1.826 kg, Valurinn 387 kg, þeir festu illa og urðu að
fara í land, Dagný var með 585 kg, Fengsæll með 3.552 kg, Örn með 4.226
kg, Trausti með 1.088, en það er bátur sem Guðjón Kjartansson verðu með
í vetur, Snæbjörgin með 5.820 kg og Gunnvör 4.005 kg. Rækjan taldist
frá 242 til 330 stk/kg.