Saga Rauða hússins
föstudagurinn 5. júní 2015
Hraðfrystihúsið Gunnvör stóð nýlega fyrir því að útbúa og setja upp upplýsingaskilti á Rauða húsið svokallaða við höfnina á Ísafirði þar sem tilurð og saga þess er tíunduð. Hús þetta er allmerkilegt, enda var það byggt á Hesteyri upp úr aldamótunum 1900 þar sem það var notað sem íbúðarhúsnæði í tengslum við veiðar og vinnslu á hval og síðar síld, allt fram til ársins 1940. Fiskiðjan flutti húsið svo í pörtum til Ísafjarðar árið 1956 þar sem það var endurreist og var lengi vinnsluhús.
Í dag er húsið nýtt sem geymsluhúsnæði fyrir útgerð Gunnvarar, en ítarlegra söguágrip hússins má finna á vef fyrirtækisins.
Nánari upplýsingar hér.