Samkoma áhafnar eftir 50 ár
þriðjudagurinn 13. ágúst 2013

Oft er gaman að koma saman og rifja upp ánægjulegar minningar frá gamalli tíð.  Þannig var það þegar tólf úr áhöfn mb Guðrúnar Jónsdóttur ÍS 267 á árunum 1963 til 1966 undir skipstjórn Vignis Jónssonar komu saman í síðustu viku.   Af þeim 22, sem fastráðnir voru á skipið á þessum árum eru 15 á lífi og eins og áður segir mættu tólf þeirra til samkomunnar.
 

Mb. Guðrún Jónsdóttir ÍS 267 var smíðuð í Flekkefjord í Noregi fyrir Gunnvöru hf. á Ísafirði og kom í fyrsta sinn til heimahafnar á jólum 1962.  Hún var 156 lestir að stærð og þá stærsta fiskiskip Ísfirðinga.

Hóf hún veiðar á útilegu með línu í ársbyrjun 1963 en fór fljótlega á síldveiðar og næstu árin var hún á þeim veiðum stóran hluta ársins og á þorskanetum yfir vetrarvertíðina.  Hún var mikið aflaskip undir skipstjórn Vignis Jónssonar og má meðal annars nefna að hún bar að landi  5.200 tonn árið 1964.

Í ársbyrjun 1967 fluttist hluti áhafnarinnar ásamt Vigni yfir á nýtt skip Gunnvarar,  mb. Júlíus Geirmundsson ÍS 270,  268 tonna bát, sem  byggður var í Austur Þýskalandi.  

Guðrún er enn að og heitir í dag Hera ÞH og hefur stundað rækjuveiðar að undanförnu. 

Til baka