Sjómannadagurinn
mánudagurinn 3. júní 2002

Júlíus Geirmundsson kom til hafnar á Ísafirði á laugardagsmorguninn eftir vel heppnaða veiðiferð sem gaf um 140 milljóna króna aflaverðmæti sem gerði um 4,2 milljónir á úthaldsdag.Veiðiferðin hófst 3 maí og var farið á Hampiðjutorg. Að morgni 17 maí var landað i Reykjavík um 310 tonnum af grálúðu, haldið var aftur til veiða um kvöldið. Júlíus fór svo með Ísfirðinga unga sem aldna í siglingu um Ísafjarðardjúp á laugardagsmorgninum. Til sýnis um borð voru furðufiskar úr hafdjúpunum sem áhöfnin hafði safnað. Þar var einnig snæugla sem skipvejar höfðu tekið upp á arma sína og hjúkrað til heilsu.

Páll Pálsson fór einnig í siglingu á laugardagsmorguninn. Hann hafði komið til hafnar kvöldið áður með um 100 tonna afla uppistaðan þorskur af vestfjarðarmiðum. Framnes var með um 18 tonn og Stefnir um 11 tonn eftir stuttan túr. Andey landaði 10 tonnum á laugardagsmorgninum og fór svo í siglingu með Súðvíkinga.

Til baka