Sjómannadagurinn 2014
þriðjudagurinn 3. júní 2014
Glatt var á hjalla í hinni árlegu Sjómannadagssiglingu Hraðfrystihússins-Gunnvarar á laugardagsmorgun þar sem sem fjöldi fólks á öllum aldri sigldi með tveimur af skipum HG, Páli Pálssyni og Júlíusi Geirmundssyni, um Ísafjarðardjúp í góðu veðri, hátt í 400 manns nýttu sér tækifærið og voru börn áberandi meðal farþega og mörg hver að stíga sín fyrstu spor á skipsfjöl.
Yngsta kynslóðin var sannarlega ekki svikin af skemmtilegri ferð, sem tók um hálfa aðra klukkustund, og var meðal annars boðið upp á Prins Póló og gos.
Björgunarsveitarfólk frá Ísafirði og í Hnífsdal sáu um að gæta öryggis um borð á meðan á siglingu stóð.