Sjómannadagurinn 2018
föstudagurinn 1. júní 2018

Eins og undanfarin ár mun Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. bjóða bæjarbúum og gestum  í siglingu á sjómannadaginn á ísfiskskipinu Stefni ÍS 28

Brottför verður kl 10:30 úr Sundahöfn á Ísafirði og verður siglt út í Djúp til móts við skip frá Bolungarvík. Björgunarsveitarfólk frá Ísafirði og Hnífsdal munu sjá um að gæta öryggis um borð á meðan á siglingu stendur.

Yngsta kynslóðin hefur yfirleitt ekki verið svikin af skemmtilegri sjóferð á sjómannadagshelginni og mörg hver hafa í fyrsta skipti á ævinni stigið  á skipsfjöl í sjómannadagssiglinu.

HG óskar öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.

Til baka