Sumarkveðja
fimmtudagurinn 19. apríl 2018

Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. sendir starfsfólki sínu, viðskiptavinum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilegt sumar og þakkar fyrir veturinn.

Löng hefð er fyrir vinnslu á sumardaginn fyrsta og kaffisamsæti í hádeginu. Auk starfsmanna bolfiskvinnslunnar, reka góðkunningjar og fyrrum starfsmenn inn nefið. Það er kvenfélagið Hvöt í Hnífsdal sem sér um bakstur fyrir sumardagskaffið og rennur ágóðinn til góðra málefna.

Til baka