Útgerð bv. Stefnis ÍS 28 hætt
miðvikudagurinn 21. september 2022

Úthlutað aflamark í þorski hefur dregist saman um 23% á síðustu tveimur fiskveiðiárum og dragast  aflaheimildir H-G hf. saman um 1.200 tonn við það. Einnig hefur orðið veruleg skerðing  í úthlutuðu aflamarki í gullkarfa, sem hefur verið mikilvæg tegund í útgerð Stefnis.  Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að hætta útgerð Stefnis.  Með þeirri aðgerð mun rekstrargrundvöllur annarra skipa félagsins styrkjast.

Ákveðið hefur verið að segja áhöfn skipsins, sem telur 13 manns, upp frá og með áramótum.  Útgerðin mun leitast við að útvega þeim sem missa vinnuna störf á öðrum skipum félagsins eins og kostur er.

Stefnir ÍS 28 var smíðaður í Flekkefjord í Noregi árið 1976 fyrir Flateyringa og bar fyrst nafnið Gyllir ÍS 261.   Skipið var keypt til Ísafjarðar í ársbyrjun 1993 og hefur verið gert út frá Ísafirði í nær 30 ár og hefur útgerð skipsins gengið vel.

Til baka