Útskipun á loðdýrafóðri
fimmtudagurinn 15. desember 2011
Snemma í morgun hófust starfsmenn H-G og Klofnings handa við útskipun í flutningaskipið Axel. Um er að ræða rúmlega 400 tonn af fyrsta flokks frystu hráefni í loðdýrafóður sem fer til Danmerkur.
Starfsmenn Klofnings taka á móti, forvinna og frysta hráefnið sem kemur úr fiskvinnslum á norðanverðum Vestfjörðum, Klofningur er með samskonar starfsemi á Tálknafirði sem þjónustar sunnanverða Vestfirði.
Einnig starfrækir Klofningur afkastamikla þurrkun á Suðureyri og á Brjánslæk.