Vertíðarlok í Lifrarniðursuðunni
þriðjudagurinn 2. júní 2009

Starfsfólk niðursuðuverksmiðju Hraðfrystihússins-Gunnvarar í Súðavík gerður sér dagamun síðastliðinn föstudag og fögnuðu nýju framleiðslumeti í Lifrarniðursuðunni, en formlegri niðursuðuvertíð lauk þá. Framleitt var í tæpar 2,4 milljónir dósa sem er 60% aukning frá vertíðinni í fyrra og þar með framleiðslumet.

Hráefnið hefur komið að langstæðstum hluta úr Þorskeldi fyrirtækisins í Álftarfirði og Seyðisfirði og af ísfisktogaranum Páli Pálssyni ÍS 102, auk þess sem hráefnis aflað á mörkuðum og víðar af svæðinu.

 

Við viljum nota tækifærið og þakka starfsfóki okkar til sjós og lands fyrir gott samstarf og vonumst til að geta hafist handa að fullulm krafti aftur í haust.


Til baka