Viðurkenning fyrir góða öryggisvitund
fimmtudagurinn 1. ágúst 2019

Áhöfn Páls Pálssonar ÍS 102 hlaut á dögunum viðurkenningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg fyrir að hafa sýnt fremur góða öryggisvitund á námskeiðum Slysavarnarskóla sjómanna.

Skipstjóri er Páll Halldórsson en Sigríður Inga Pálsdóttir tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd áhafnarinnar.

Jón Svanberg Hjartarson framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar afhenti viðurkenninguna sem er farandbikar til varðveislu í eitt ár ásamt veggskildi til eignar

 

 

Til baka