Veiðar 2

Aflaheimildir

Aflaheimildir og skip

Fyrirtækið hefur yfir að ráða ákveðnu hlutfalli af heildaraflaheimildum sem úthlutað er árlega og byggðar eru á ráðleggingum vísindamanna  Hafrannsóknastofnunar. Meirihluti aflaheimildanna er þorskur  og er í aflamarkskerfinu en þar er fyrirtækjum m.a. heimilt að framselja veiðiheildir sín á milli í hagræðingarskyni. Skiptingu aflaheimilda fyrirtækisins má sjá í töflu 1.

Tafla 1.

Aflaheimildir kvótaárið 2016/2017:  

Þorskur 6.399 tonn
Ýsa 766 tonn
Grálúða 1.080 tonn
Ufsi 1.023 tonn
Karfi  1.433 tonn
Steinbítur 276 tonn
Skarkoli 92 tonn
Sólkoli 27 tonn
Langa 78 tonn
Síld 606 tonn
Innfjarðarækja Ca 200 tonn
Aðrar tegundir 250 tonn
Úthafskarfi 59 tonn
Makríll, óvíst nú - síðasta ár 1.250 tonn
   
   

 

        

Samtals rúm 11 þúsund þorskígildi

Að stærstum hluta byggjast veiðar skipa félagsins á botnvörpum en einnig sérhæfðum flottrollum fyrir makríl og síld.

Flaggskip félagsins er frystitogarinn Júlíus Geirmundsson IS 270 en þar er áhersla lögð á vinnslu á grálúðu, karfa, ufsa, makríl og síld ásamt þorski og ýsu. Afurðirnar eru ýmist heilfrystar eða hausaðar og í tilfelli grálúðu haus og sporðskorin. Úr þorski, ýsu og ufsa eru framleidd fryst flök, ýmist með roði og beini, roðlaus með beini eða roðlaus og beinlaus.

Ísfiskstogarar félagsins eru Páll Pálsson IS 105 og Stefnir IS 28. Þau afla hráefnis fyrir vinnslur fyrirtækisins sem og til sölu á fiskmörkuðum, háð tegundarsamsetningu hverju sinni.

Innfjarðarrækjubátar fyrirtækisins, Valur IS 20 og Örn ÍS 18 veiða rækju í Ísafjarðardjúpi í rækjutroll og landa afla sínum til rækjuvinnslu á svæðinu.

Þá eru í skipaflota fyrirtækisins brunnbáturinn Papey IS 101 og tvíbytnan Rán IS sem þjónusta eldisstarfsemi dótturfélagsins Háafells ehf.  

 

Mynd fiskar