Veiðar

Áratugum saman hafa bátar og skip fyrirtækisins nýtt gjöful fiskimið í Ísafjarðardjúpi, úti fyrir Vestfjörðum og allt í kringum landið. Veiðarnar hafa aukist og fyrirtækið verið í farabroddi á mörgum sviðum í þróun skipa og búnaðar undanfarna áratugi sem hefur getið af sér ýmsar nýjungar og aukningu aflaverðmæta. Aukin vitund um umhverfismál hefur eflt þá kröfu að fiskveiðum sé stjórnað með ábyrgum hætti. Því hefur fyrirtækið fylgt þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið af íslenskum stjórnvöldum um fiskveiðistjórnun. Hún byggir í aðalatriðum á víðtækum rannsóknum á fiskistofnum og vistkerfi hafsins, ákvörðunum um veiðar og afla á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar og öflugu eftirliti með veiðum og heildarafla. Á þessum meginstoðum telja stjórnendur fyrirtækisins að best sé að tryggja ábyrgar veiðar skipa þess og viðhald þeirra auðlinda sem fyrirtækið hefur leyfi til að nýta til framtíðar.

Til staðfestingar á að skip félagsins stundi eingöngu veiðar innan íslenskrar efnahagslögsögu og úr deilistofnum er þau með vottun Ábyrgra fiskveiða (Iceland Responsible Fisheries (IRF)) sem aftur stendur vörð um alþjóðlega viðurkennd grundvallaratriði í stjórnun fiskveiða. Vottunin er unnin samkvæmt ströngustu alþjóðlega viðurkenndum kröfum. Staðlar eru unnir samkvæmt siðareglum Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) og leiðbeiningum FAO um umhverfismerkingar og vottun vegna veiða úr villtum stofnum. Um er að ræða vottun óháðs þriðja aðila sem er sú tegund vottunar sem gerir mestar kröfur um hlutlægt mat á viðfangsefninu. Global Trust Ltd á Íralndi  er síðan alþjóðlega viðurkenndur og óháður vottunaraðili á vottun Ábyrgra fiskveiða (IRF). Global Trust Ltd. er jafnframt sérstaklega faggiltur af alþjóðlega viðurkenndum faggildingaraðila til að sinna vottun af þessu tagi. Vottunarverkefni Ábyrgra fiskveiða (IRF) hefur staðist mat Global Sustainable Seafood Initiative (GSSI) og hefur þar með hlotið formlega viðurkenningu af hálfu GSSI.

Byggt á ofangreindu hefur fyrirtækið heimild til að merkja sínar afurðir með upprunamerkin Iceland Responsible Fisheries og er tilgangur merkisins að tryggja að kaupendum og neytendum upplýsingar um að íslenskar sjávarafurðir eigi uppruna sinn í ábyrgum fiskveiðum íslendinga.