Vinnsla

Bolfiskvinnsla í Hnífsdal og á Ísafirði

Framleiðsla bolfiskvinnslunnar við Hnífsdalsbryggju  í Hnífsdal byggist að mestu á vinnslu úr fersku hráefni, aðallega þorski. Í tengslum við vinnsluna í Hnífsdal fer einnig fram lausfrysting og pökkun frystra þorskafurða sem og aukategunda í Íshúsfélagshúsinu á Ísafirði. Starfsmannafjöldi er um 65 manns af ýmsum þjóðernum. Í landvinnslunni í Hnífsdal eru framleiddar ferskar, frystar og léttsaltaðar afurðir fyrir  markaði bæði  í Evrópu og Ameríku. Afurðaflokkarnir til viðbótar við ferskar afurðir eru bæði lausfrystar og pönnufrystar sem ýmist eru heil flök eða flakahlutar. Bolfiskvinnslan nýtur góðs af landfræðilegri legu nálægt gjöfulum bolfiskmiðum og landa togskip fyrirtækisins hráefni að jafnaði þrisvar sinnum í viku til vinnslunnar.

 Helstu afurðaflokkar eru:

  • frystir vafningar
  • lausfryst flök og flakahlutar
  • frystar blokkarafurðir
  • pæklaðir og frystir vafningar
  • pækluð og lausfryst flök og flakahlutar

 

 

 

 

Niðursuða í Súðavík

    

Í Súðavík er starfrækt niðursuða á þorsklifur þar sem uppistaðan í hráefninu kemur af eigin skipum en einnig frá öðrum aðilum á norðanverðum Vestfjörðum. Við framleiðsluna í Súðavík starfa um 10 manns allt árið um kring og er framleiðslan að mestu seld inn á Evrópumarkað.

 

Helsti afurðaflokkur er:

  • „club“ dósir

 

     

Sjóvinnsla um borð í Júlíusi Geirmundssyni IS 270

Fyrirtækið gerir út einn frystitogara sem vinnur eigin afla um borð. Hráefnið er að öllu jöfnu mjög ferskt þegar það er fryst og eru flök af þorski, ýsu og ufsa fryst fyrir dauðastirðnun (pre-rigor) sem gefur afunum sérstakt bit (texture) í samanburði við landunnin flök. Mikilvægustu afurðirnar eru bæði hausskorin og heil grálúða og karfi auk heilfrysts makríls og síldar sem að mestu er selt á Asíumarkaði. Um borð í skipinu starfa að jafnaði 24 menn þar sem veiðiferðirnar eru yfirleitt um 28 til 32 dagar. Heimahöfn skipsins er á Ísafirði.

Helstu afurðaflokkar eru:

  • Millilögð flök (rl/bl; rl/mb; mr/mb) úr þorski, ýsu og ufsa, pakka í 4 x12 lb eða 3x9 kg
  • Heil eða haus- og sporðskotin grálúða, grálúðuhausar og sporðar, pakkað í 2 x13 kg.
  • Heill eða hausskorinn gullkarfi og djúpkarfi, pakkað í 3 x 7 kg og karfahausar, pakkað í 2 x 15 kg.
  • Heill makríll, pakkað í 2 x 11 kg.
  • Heil síld, pakkað í 2 x 13 kg.
  • Aukategundir, hausað og pakkað í 2 x 13 kg.

 

 

 

 

Mynd af skipi og áhöfn:Myndir úr vinnslu: