Sjóvinnsla um borð í Júlíusi Geirmundssyni IS 270
Fyrirtækið gerir út einn frystitogara sem vinnur eigin afla um borð. Hráefnið er að öllu jöfnu mjög ferskt þegar það er fryst og eru flök af þorski, ýsu og ufsa fryst fyrir dauðastirðnun (pre-rigor) sem gefur afunum sérstakt bit (texture) í samanburði við landunnin flök. Mikilvægustu afurðirnar eru bæði hausskorin og heil grálúða og karfi auk heilfrysts makríls og síldar sem að mestu er selt á Asíumarkaði. Um borð í skipinu starfa að jafnaði 24 menn þar sem veiðiferðirnar eru yfirleitt um 28 til 32 dagar. Heimahöfn skipsins er á Ísafirði.
Helstu afurðaflokkar eru:
Mynd af skipi og áhöfn:Myndir úr vinnslu: