Tíðindi

miðvikudagurinn 2. maí 2018

Páll Pálsson ÍS 102 væntanlegur heim.

Nú um helgina kemur Páll Pálsson ÍS 102, nýr skuttogari Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf.  til hafnar á Ísafirði.  Heimsiglingin frá Kína sem  hófst  þann 22 mars sl.  hefur gengið afar vel og ferðin því sóst með ágætum.

Skipið verður til sýnis  almenningi laugardaginn 19. maí næstkomandi og hefst með  athöfn  við skipshlið kl. 14.00.   Verður skipinu gefið nafn og það blessað.  Auk þess verður smíði þess kynnt og boðið uppá veitingar.

Nánari upplýsingar verða veittar síðar.

fimmtudagurinn 19. apríl 2018

Sumarkveðja

Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. sendir starfsfólki sínu, viðskiptavinum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilegt sumar og þakkar fyrir veturinn.

Löng hefð er fyrir vinnslu á sumardaginn fyrsta og kaffisamsæti í hádeginu. Auk starfsmanna bolfiskvinnslunnar, reka góðkunningjar og fyrrum starfsmenn inn nefið. Það er kvenfélagið Hvöt í Hnífsdal sem sér um bakstur fyrir sumardagskaffið og rennur ágóðinn til góðra málefna.

þriðjudagurinn 27. mars 2018

Gleðilega páska

Stjórendur Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf. óska starfsmönnum sínum, bæjarbúum og gestum bæjarinns gleðilegra páska og vonast til að þeir eigi góða skíða- og tónlistarviku. 

Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf styður við bakið á skíðavikunni og styrkir  m.a.  páskaeggjamóti í Tungudal sem er haldið milli kl. 10 og 12 laugardaginn fyrir páska, 31.mars. 2018.    

Á páskageggjamóti HG býðst börnum sem eru fædd árið 2006 eða síðar að taka þátt í þrautabraut og keppni í samhliðasvigi. Á amótinu verður lagt upp með að búa til  góða fjölskyldustund þar sem allir þáttakendur fá páskaegg er þeir hafa lokið við að fara þrautina. 

 

fimmtudagurinn 22. mars 2018

Páll Pálsson IS 102 lagði af stað heim frá Kína í dag.

Þegar landfestum var sleppt í dag, þann 22. mars kl. 1700 að staðartíma í Kína, hófst heimsigling Páls Pálssonar IS 102  til Íslands. Í samfloti við systurskipið Breka VE 61, siglir skipið nú suður Gulahaf, en það er nafnið á hafsvæðinu á milli Kína og Kóreuskaga.

Siglt verður um framandi slóðir eða suður Kyrrahaf, suður fyrir Singapoore og síðan vestur Indlandshaf með viðkomu í Colombo á Sri Lanka þar sem olía og kostur verða tekin. Þá verður siglt um Súesskurð, sem er 163 km skipaskurður, sem tengir siglingaleiðina á milli Asíu og Evrópu saman.

Áfram verður síðan siglt vestur Miðjarðarhaf, um Gíbraltarsund, sem tengir saman Atlantshaf og Miðjarðarhaf og áfram norður Atlantshaf til Ísafjarðar.  Leiðin heim er löng, eða samtals um 11.300 sjómílur í heildina og er gert ráð fyrir að hún taki um 50 daga.

miðvikudagurinn 24. janúar 2018

Afli og aflaverðmæti skipa Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf., árið 2017.

Á árinu 2017 öfluðu skip félagsins 10.911 tonna að verðmæti 2.442 milljóna króna samanborið við 12.114 tonna afla að verðmæti 3.131 milljón króna árið 2016.

Aflamagn skipanna dróst saman um 9,9% milli ára og aflaverðmæti lækkaði um 22%.  Ástæða lægra  aflaverðmætis skýrist af mikilli styrkingar krónunnar, lækkandi hráefnisverði og löngu verkfalli sjómanna sem lauk 19. febrúar 2017.


 

2017

2017

2016

2015

 

Tonn

Milljónir

Milljónir

Milljónir

Júlíus Geirmundsson

4.033

1.322

1.467

1.901

Páll Pálsson

* 1.544

231

869

1.252

Stefnir

4.597

793

719

844

Valur og Örn

174

36

76

87

Samtals

11.979

2.630

3.131

4.084

 

* Páll Pálsson var í rekstri fram í lok júní, þá var hann seldur.