Skipsnafnið Júlíus Geirmundsson ÍS 270 hefur nú verið samfleytt í hálfa öld og fjögur skip borið það hingað til. Fyrsta skipið með þessu nafni kom til heimahafnar á Ísafirði þann 2. mars 1967 eða fyrir sléttum fimmtíu árum. Lauslega áætlað hafa þessi fjögur skip borið að landi rúmlega 200 þúsund tonn af fiski.
Nánar má lesa um sögu nafnsins hér.
Eftir að starfsfólk botnfiskvinnslu Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. lauk fiskvinnslunámskeiðum fyrir áramót bauð fyrirtækið starfsfólki sínu að sitja íslenskunámskeið í verkfallinu. Í síðustu viku luku 30 starfsmenn 30 stunda námi i íslensku á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Haldið var upp á árangurinn með thailensku matarþema í gær þar sem nokkrir starfsmenn af thailenskum uppruna elduðu og kynntu samstarfsfólki sínu thailenska matargerð. Þeir starfsmenn sem höfðu áhuga á að bæta íslenskuþekkingu sína ennfrekar hófu nýtt íslenskunámskeið í morgun.
Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. er fjölmenningarlegur vinnustaður og með íslenskunámskeiði er fyritækið að stuðla að bættri íslenskufærni starfsmanna sinna og auðvelda þar með aðlögun að bæði vinnustaðnum og samfélaginu.
Skipstjórar og stýrimenn á skipum Hraðfrystihússins-Gunnvarar útskrifuðust í dag úr 150 stunda námsbraut „Sterkari starfsmaður – upplýsingatækni og samskipti“ á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.
HG óskar skipstjórnendum til hamingju með námsárangurinn og jákvætt viðhorf gagnvart verkefninu. Auk þess að vera efling námslega þá voru stjórnendur HG og skipstjórnendur á því máli að námið hafi einnig bæði styrkt tengsl milli áhafna á skipum og fiskvinnslunnar í landi.
Sterkari starfsmaður – upplýsingatækni og samskipti er ætlað fólki á vinnumarkaði sem vill auka færni sína til að takast á við breytingar í starfi og stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til starfa, nýjunga, upplýsingatækni, samskipta og símenntunar og gera þá eftirsóknarverðari starfsmenn.
Þetta var yfirgripsmikið og fjölbreytt nám. Upphaflega var megináherslan lögð á aukna tölvufærni í word, excel, outlook. Samhliða því var komið inn á leiðtogafærni, mannauðsstjórnun og vinnustaðamenningu. Farið var yfir virðiskeðjuna þar sem rætt var um meðferð afla og gæðastjórnun. Einnig voru fyrirlestar frá Hafrannsóknarstofnun, um veiðarfæri atferli fiska og hafstrauma í kringum landið.
Fræðslumiðstöðin hefur undanfarin ár byggt upp sitt námsframboð og lagt m.a. áherslu á að þjálfa upp kennara af svæðinu til þess að kenna fjölda námskeiða og voru námskeiðin því að mestu leyti kennd af heimafólki.
Þakkir eru færðar Fræðslumiðstöð Vestfjarða fyrir samstarfið, sem brást við óskum um námskeiðið með litlum fyrirvara og aðlagaði námsefnið einstaklega vel að þörfum námshópsins.
Starfsmenn HG og dótturfélagsins Háafells hófu fyrir jól slátrun á fyrsta regnbogasilungnum sem settur var í eldiskvíar Háafells í Álftafirði á síðasta ári. Japanskir kaupendur komu í heimsókn fyrir jól til að taka út vöruna og staðfestu kaup en ágætis markaðsaðstæður eru um þessar mundir fyrir regnbogasilung í Asíu. Í dag er unnið að hleðslu fyrstu gámana sem seldir hafa verið til Japans en regnbogasilungur er þar í landi eftirsóttur í m.a. sushi og sashimi rétti.
Á árinu 2016 öfluðu skip Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf, 12.114 tonna að verðmæti 3.131 milljóna króna samanborið við 14.054 tonna afla að verðmæti 4.084 milljónir króna árið 2015.
Þetta er 13,8% minni í afli og 23,3% minna aflaverðmæti. Þessa minnkun á afla og aflaverðmæta má einkum rekja til þess að allir togarar fyrirtækisins fóru í slipp á árinu, mikillar styrkingar krónunnar og áhrif verkfalls sjómanna á seinni hluta ársins.
Valur og Örn stunduðu rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi og öfluðu ágætlega.
Almennt var verðþróun sjávarfangs jákvæð.
Aflabrögð ársins 2016 voru almennt góð sem þakka má skynsamlegri nýtingu auðlindarinnar sem leitt hefur til hagkvæmari sóknar.
|
2016 |
2016 |
2015 |
2014 |
Tonn |
Milljónir |
Milljónir |
Milljónir |
|
Júlíus Geirmundsson |
4.244 |
1.467 |
1.901 |
1.435 |
Páll Pálsson |
4.359 |
869 |
1.252 |
953 |
Stefnir |
3.274 |
719 |
844 |
737 |
Valur og Örn |
237 |
76 |
87 |
123 |
Samtals |
12.114 |
3.131 |
4.084 |
3.248 |