Við framleiðslu úrvals sjávarafurða á kröfuhörðustu matvælamarkaði heims er mikilvægi þekkingar og reynsla starfsfólks sjaldan ofmetin. Endurmennta þarf starfsfólk reglulega eins og viðhalda þarf og endurnýja reglulega tækjabúnað vinnslunnar.
Undanfarnar vikur hefur tíðarfar til sjávarins verið risótt og á tímabilinu 4. til 12. nóvember sóttu um 60 starfsmenn í vinnslum HG í Hnífsdal, Ísafirði og Súðavík sérhæfð námskeið fyrir fiskvinnslufólk, þ.e. bæði grunnnámskeið- og viðbótarnámskeið fyrir fiskvinnslufólk.
Grunnnámskeiðið fiskvinnslufólks stóð í 5 daga (40 klst) og var markmið námsins að auka þekkingu starfsmanna á vinnslu sjávarafla, efla sjálfstraust og styrkja faglega hæfni þess. Námsskráin náði bæði yfir kennslu í hreinlæti og gæðakröfum sem og líkamsbeitingu við vinnu. Þá kynntist fólk helstu hættum og öryggistækjum í fiskvinnslu og að ná færni til að veita skyndihjálp og bregðast við slysum. Einnig lærði það um réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði sem og mikilvægi góðs sjálftrausts í mannlegum samskiptum.
Viðbótanámskeiðið fiskvinnslufólks stóð í tvo daga (16 klst) og skiptist í fjóra hluta. 1) Gæði og öryggi í meðferð matvæla. 2) Gæði og meðferð frá veiðum til vinnslu. 3) Umhverfismál og 4) Sjálfstyrking.
Starfsmenn voru almennt ánægðir með námskeiðin og töldu þau bæði þörf, nytsamleg og skemmtileg.
Hraðfrystihúsið-Gunnvör hefur rekið öfluga atvinnustarfsemi á norðanverðum Vestfjörðum í yfir 70 ár, með starfsstöðvar í Hnífsdal, Ísafirði og í Súðavík. Á þriðja hundrað manns starfa hjá fyrirtækinu, jafnt á sjó sem á landi, þorri starfsmanna er með lögheimili í fjórðungnum og er HG einn stærsti launagreiðandi á Vestfjörðum .
Í meira en áratug hefur HG unnið að uppbyggingu fiskeldis í Ísafjarðardjúpi og stundað rannsóknir með það fyrir augum að auka umfang eldisins. Fyrirtækið hefur haft leyfi til framleiðslu á allt 2.000 tonnum árlega en áform þess eru að útvíkka leyfið og framleiða allt að 7.000 tonnum samtals af þorski og laxfiskum. Slík stækkun myndi falla vel að núverandi starfsemi HG og fela í sér fjölgun starfa á svæðinu. Nærtækt er að vísa í sambærilega uppbyggingu á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem verulegur uppgangur er í atvinnulífinu og samfélaginu öllu sem rekja má að stærstum hluta til uppbyggingar í fiskeldi.
Margfeldisáhrifin af fiskeldisfyrirtækjum við Ísafjarðardjúp eru þegar sýnileg á svæðinu og ýmis frekari þjónusta gæti sprottið upp í tengslum við aukin umsvif í greininni, t.a.m. í iðngreinum. Einnig er vert að benda á að fiskeldi er og getur verið í góðu sambýli við ýmsar aðrar atvinnugreinar og má þar nefna ýmsa þætti ferðaþjónustu og veitingarekstur eins og dæmi eru um frá Noregi.
Samkvæmt auglýsingu nr. 460/2004 er Ísafjarðardjúp eitt fárra svæða á Íslandi þar sem eldi laxfiska er heimilað. Forsvarsmenn HG leggja áherslu á að unnið sé eftir íslenskum lögum og reglugerðum við uppbyggingu eldisstarfsemi fyrirtækisins í Ísafjarðardjúpi. Til viðbótar eru erlendir staðlar hafðir til viðmiðunar sem gera ríkari kröfur en íslensk lög og reglugerðir segja til um. Auk þess er lögð áhersla á að draga lærdóm af reynslu erlendra þjóða til þess að fyrirbyggja hugsanleg umhverfisáhrif vegna aukins eldis í Ísafjarðardjúpi.
Það er skoðun forsvarsmanna HG að heillavænlegast sé fyrir alla umræðu um fiskeldi, uppbyggingu þess og áhrif að aðilar séu lausnamiðaðir og reiðubúnir til samtals um það sem gæti eflt atvinnustarfsemi og byggð á Vestfjörðum. Órökstuddar fullyrðingar í fjölmiðlum um þessi mál skila engu.
Nánari upplýsingar veita:
Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri HG, gsm 8931148.
Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG, gsm 8942478
Oft er gaman að koma saman og rifja upp ánægjulegar minningar frá gamalli tíð. Þannig var það þegar tólf úr áhöfn mb Guðrúnar Jónsdóttur ÍS 267 á árunum 1963 til 1966 undir skipstjórn Vignis Jónssonar komu saman í síðustu viku. Af þeim 22, sem fastráðnir voru á skipið á þessum árum eru 15 á lífi og eins og áður segir mættu tólf þeirra til samkomunnar.
Mb. Guðrún Jónsdóttir ÍS 267 var smíðuð í Flekkefjord í Noregi fyrir Gunnvöru hf. á Ísafirði og kom í fyrsta sinn til heimahafnar á jólum 1962. Hún var 156 lestir að stærð og þá stærsta fiskiskip Ísfirðinga.
Hóf hún veiðar á útilegu með línu í ársbyrjun 1963 en fór fljótlega á síldveiðar og næstu árin var hún á þeim veiðum stóran hluta ársins og á þorskanetum yfir vetrarvertíðina. Hún var mikið aflaskip undir skipstjórn Vignis Jónssonar og má meðal annars nefna að hún bar að landi 5.200 tonn árið 1964.
Í ársbyrjun 1967 fluttist hluti áhafnarinnar ásamt Vigni yfir á nýtt skip Gunnvarar, mb. Júlíus Geirmundsson ÍS 270, 268 tonna bát, sem byggður var í Austur Þýskalandi.
Guðrún er enn að og heitir í dag Hera ÞH og hefur stundað rækjuveiðar að undanförnu.
Stefnir kom með fyrsta Makríl vertíðarinnar til Flateyrar síðdegis á mánudag, aflinn var um 60 tonn af góðum Makríl og var honum ekið til vinnslu í landvinnslu HG á Ísafirði þar sem hann var lausfrystur en unnið er á vöktum.
Stefnir hélt strax til veiða að lokinni löndun.
Hópurinn mun aðallega vinna í landvinnslunni auk þess sem ýmsum umhverfisverkefnum við starfsstöðvar HG verður sinnt. „Við hlökkum til að fá þau til starfa og bjóðum þau velkomin," segir Einar að lokum.