Glatt var á hjalla í hinni árlegu Sjómannadagssiglingu Hraðfrystihússins-Gunnvarar á laugardagsmorgun þar sem sem fjöldi fólks á öllum aldri sigldi með tveimur af skipum HG, Páli Pálssyni og Júlíusi Geirmundssyni, um Ísafjarðardjúp í góðu veðri, hátt í 400 manns nýttu sér tækifærið og voru börn áberandi meðal farþega og mörg hver að stíga sín fyrstu spor á skipsfjöl.
Yngsta kynslóðin var sannarlega ekki svikin af skemmtilegri ferð, sem tók um hálfa aðra klukkustund, og var meðal annars boðið upp á Prins Póló og gos.
Björgunarsveitarfólk frá Ísafirði og í Hnífsdal sáu um að gæta öryggis um borð á meðan á siglingu stóð.
Tillaga að matsáætlun fyrir 6.800 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og 200 tonna framleiðslu á þorski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi á vegum Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf.
Tillögu að matsáætlun má nálgast (PDF skjal) hér.
Skipulagsstofnun kynnir nú tillöguna og athugasemdir eða ábendingar skal senda til stofnunarinnar.
Þann 31. janúar 2014 kynnti Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. drög að matsáætlun á vef félagsins. Haldnir hafa verið samráðsfundir með hagsmunaaðilum og tekið hefur verið tillit til ábendinga þeirra við skrif á tillögu að matsáætlun.
Þorskeldi
Á undanförnum árum hefur þorskeldi verið rekið sem þróunarverkefni hjá Hraðfrystihúsinu – Gunnvöru h.f. (HG) til að meta arðsemi þess, byggja upp þekkingu og vinna að kynbótum á eldisþorski. Þróunarstarf hefur gegnið hægar en vonir stóðu til um og enn á eftir að þróa bóluefni, draga úr tjóni vegna kynþroska og auka almenna þekkingu á sjúkdómum. Á næstu árum verður þorskeldi HG hluti af kynbótaverkefni Icecod. Seiðaeldi er hjá Hafrannsóknastofnun og mun HG sjá um að taka ákveðinn fjölda seiða og ala í sjókvíum. Það er því ekki gert ráð fyrir uppskölun á þorskeldi fyrr en í fyrsta lagi á næsta áratugi.
Eldi laxfiska
HG áformar um að hefja eldi laxfiska. Fyrst í stað er sótt um heimild til eldis á regnbogasilungi.
Drög að tillögu að matsáætlun
Forsvarsmenn HG kynna drög að tillögu að matsáætlun fyrir 6.800 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og 200 tonna framleiðslu á þorski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi samkvæmt reglugerð nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum. Drögin er að finna á vefsíðu HG (www.frosti.is) og eru auglýst í Morgunblaðinu og Bæjarins besta.
Almenningi er gefinn kostur á að kynna sér drögin á vefsíðunni og gera athugasemdir við þau til og með 15.02.2014.
Athugasemdir sendist á netfangið hg@frosti.is eða í pósti:
Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf.
Hnífsdalsbryggju
410 Hnífsdal
Á árinu 2013 lönduðu skip Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. 13.270 tonnum að verðmæti 3.431 milljónum króna samanborið við 12.363 tonn að verðmæti 3.598 milljónir árið 2012.
Aukning varð á aflamagni um 7% og aflaverðmæti dróst saman um 5% á milli ára.
2013 | 2013 | 2012 | |
Júlíus Geirmundsson | 4.674 tonn | 1.667 mill. | 1.850 mill. |
Páll Pálsson | 5.075 tonn | 901 mill. | 968 mill. |
Stefnir | 3.213 tonn | 779 mill. | 770 mill. |
Valur og Örn | 308 tonn | 85 mill. | 10 mill. |
Samtals. | 13.270 tonn | 3.431 mill. | 3.598 mill. |
Erfitt tíðarfar
Mjög erfitt tíðarfar hefur verið síðustu vikurnar og sjósókn erfið, í dag fóru fyrstu skip félagsins til veiða á nýju ári. Valur og Örn héldu til rækjuveiða í Ísafjarðardjúpi í morgun og Júlíus Geirmundsson fór til veiða kl.13.00. Páll fór kl. 16:00 og Stefnir fer væntanlega út í kvöld.
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að allt að 7.000 tonna framleiðsla á eldisfiski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi á vegum Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf. (HG) skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Í desember 2011 sendi HG tilkynningu um eldisáformin til Skipulagsstofnunar. Rúmum tveimur árum síðar kemst stofnunin að þeirri niðurstöðu að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Þann 4. apríl 2012 komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að fyrirhugðuð framkvæmd þyrfti ekki að fara í umverfismat en sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar umverfis- og auðlindamála. Þar var málið í um eitt ár þrátt fyrir að nefndinni beri skv. lögum að afgreiða mál innan 6 mánaða þegar um er að ræða umfangsmikil mál.
Á vegum HG hefur verið farið mjög vel í gegnum hugsanleg erfðafræðileg áhrif á villtan lax og sjúkdómahættu m.a með að fara yfir allar helstu þekktar birtingar í vísindaritum. Niðurstaða er því sú að hægt er að komast að vel ásættanlegri niðurstöðu um hugsanleg umhverfisáhrif þegar vandlega er staðið að framkvæmd, fyrirbyggjandi aðgerðum gegn umhverfisáhrifum er beitt eins og áform HG eru sett fram. Mjög erfitt er að sjá hverju það breytir að setja málið í umhverfismat þegar stofnunin kemst að þessari niðurstöðu út frá fyrirliggjandi gögnum.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar eru okkur því mikil vonbrigði. Í ljósi þessa hefur HG nú þegar hafið vinnu við gerð draga að matsáætlun.