Tíðindi

fimmtudagurinn 9. janúar 2003

Ný spil í Stefni ÍS-28

Stefnir kom til Ísafjarðar á miðvikudaginn eftir um mánaðar dvöl í Hafnarfirði. Framtak og Naust Marine sáu um að skipta gömlu vindunni út fyrir nýjar frá Ibercisa á Spáni. Settar vöru í skipið tvær splittvindur auk tveggja gilsavinda og stjórnkerfis. (Auto-trolls) Gamla vindan var orðin um 24 ára gömul og þess má geta að upphafleg notaði Stefnir hlera sem vógu um 1000 kg en notar núna hlera sem vega um 4000 kg auk þessa hafa veiðarfærin stækkað til muna. Stefnir heldur til veiða í kvöld.
fimmtudagurinn 2. janúar 2003

Áhöfninni á Júlíusi Geirmundssyni veitt verðlaun fyrir gæði

Á sjófrystifundi SH sem haldin var í Reykjavík 30. desember síðastliðinn var áhöfninni á Júlíusi Geirmundssyni veitt tvenn verðlaun, frá Icelandic UK og Iclandic USA. Verðlaunin voru veitt fyrir góðan árangur í vöruvöndun og framleiðslumálum á síðasta ári. Bretlands og Bandaríkjamarkaðir eru mikilvægustu markaðir fyrir þorsk og ýsuafurðir skipsins. Verðlaunin eru ánægjuleg viðurkenning fyir áhöfn og útgerð og jafnframt hvatning í byrjun nýs árs.

mánudagurinn 23. desember 2002

Aflinn árið 2002

Júlíus Geirmundsson kom til hafnar á Ísafirði í morgun úr síðustu veiðiferð ársins. Aflaverðmætið var um 120 milljónir eftir 37 daga á sjó. Aflinn var um 340 tonn af afurðum sem gerir um 600 tonn uppúr sjó. Aflinn var að mestu leiti þorskur, ýsa og grálúða. Júlíus fer aftur til veiða 2. janúar á nýju ári.

Aflinn og aflaverðmæti skipa félagsins:

Skip Afli Aflaverðmæti
Júlíus Geirmundsson 4.600 tonn 1.134 mill. (fob)
Páll Pálsson 3.827 tonn 436 mill.
Andey 1.324 tonn 144 mill.
Stefnir 1.303 tonn 143 mill.
Framnes 1.276 tonn 137 mill.

Ef afurðir af Júlíusi hefðu verið seldar Cif má áætla aflaverðmætið um 1.220 milljónir.

Afli innfjarðarækjubáta félagsins var um 338 tonn að verðmæti 26 milljónir.
föstudagurinn 6. desember 2002

30 ár liðin frá því að Vestfirðingar eignuðust sinn fyrsta skuttogara

Þann 5. desember 1972 kom í fyrsta sinn til hafnar á Ísafirði skuttogarinn Júlíus Geirmundsson. Í dag eru því 30 ár frá skuttogaravæðingu á Vestfjörðum.

Júlíus var fyrstur í röð 6 togara sem samið hafði verið við norska skipasmíðastöð um smíði á. Kaupverðið var 120 milljónir sem gætu verið um 460 til 480 milljónir á verðlagi dagsins í dag. Systurskip Júlíusar eru Framnes ÍS-708 og Stefnir ÍS-28 sem Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf gerir út, Stefnir er að vísu aðeins lengri. Júlíus var 46 metrar á lengd og 9,5 metrar á breidd. Við smíði skipsins var lögð áhersla á hagkvæmni í rekstri og að öll vinna um borð yrði sem léttust. Júlíus var fyrsti togarinn þar sem hægt var að blása ísnum beint í kassa í lestinni. Einnig var í togaranum flottrollsvinda.
Á skipinu var 15 manna áhöfn og skipstjóri var Hermann Skúlason. Júlíus þjónaði ísfirðingum í tæp 7 ár en þá var hann endurnýjaður með stærra skipi.

Næsti skuttogari sem kom til Ísafjarðar var Páll Pálsson en hann kom 21. febrúar 1973. Núverandi Júlíus Geirmundsson er þriðji skuttogarinn með sama nafni en fyrstur til að fá nafnið Júlíus Geirmundsson var 250 tonna bátur smíðaður í Austur-Þýskalandi og kom til Ísafjarðar 2. mars 1967.
Júlíus Geirmundsson sem kom fyrir 30 árum heitir nú Hornsund og er skráður í Murmask en eigendur eru norskir.
miðvikudagurinn 30. október 2002

Rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi hefjast

Rækjuvertíð í Ísafjarðardjúpi hófst í gærmorgun. Hafró hefur mælt með 1.000 tonna kvóta í vetur. Það er skerðing um 500 tonn miðað við í fyrra. Töluvert minna mældist af rækju í rannsókninni núna og hefur vísitalan fallið úr 2516 í fyrra niður í 1385 núna. Sjór mældist óvenju heitur núna eða um 8,5 til 9,2 gráður. Veiðin fyrstadaginn gekk misjafnlega hjá þeim bátum sem landa hjá H-G hf. Aldan landaði 1.826 kg, Valurinn 387 kg, þeir festu illa og urðu að fara í land, Dagný var með 585 kg, Fengsæll með 3.552 kg, Örn með 4.226 kg, Trausti með 1.088, en það er bátur sem Guðjón Kjartansson verðu með í vetur, Snæbjörgin með 5.820 kg og Gunnvör 4.005 kg. Rækjan taldist frá 242 til 330 stk/kg.