Tíðindi

laugardagurinn 26. október 2002

Markviss uppbygging starfsmanna

Í maí sl. var ákveðið að skoða starfsfræðslu- og endurmenntunarmál H-G hf. Leitað var samstarfs við Fræðslumiðstöð Vestfjarða og verkefninu “Markviss uppbygging starfsmanna H-G hf.” hrundið af stað.

Markmiðin voru að greina þörf fyrir fræðslu í bolfiskvinnslu H-G hf., gera fræðsluáætlun og hrinda henni í framkvæmd. Stýrihópur skipaður starfsmönnum og stjórnendum H-G, ásamt ráðgjöfum frá FMV vann greiningarvinnu og hefur skilað af sér fræðsluáætlun til næstu 2ja ára. Fræðsluáætlunin var kynnt á starfsmannafundi í Hnífsdal sl. föstudag og var af því tilefni boðið upp á matarveislu þar sem á borðum voru afurðir úr þorski, hokinhala, leirgeddu ásamt fleiri hjúpuðum sjávarréttum úr fiskréttaverksmiðju SH í Bandaríkjunum. Stór hluti af bæði landfrystum og sjófrystum þorsk- og ýsuafurðum H-G hf. er seldur á Bandaríkjamarkað.
miðvikudagurinn 23. október 2002

Aflinn fiskveiðiárið 2001/2002

Rækjuaflinn hefur aukist um 30 % á sóknareiningu frá síðasta kvótaári.
Skip
Aflinn í tonnum
Aflaverðmæti í þús.
Andey
1.308
131.483
Framnes
1.050
105.705
Stefnir
1.225
126.673
Páll
3.852
436.866
Júlíus
5.027
1.121.558
Bára
142
11.096
Örn
174
13.504
Alls.
12.778
1.946.885
mánudagurinn 3. júní 2002

Sjómannadagurinn

Júlíus Geirmundsson kom til hafnar á Ísafirði á laugardagsmorguninn eftir vel heppnaða veiðiferð sem gaf um 140 milljóna króna aflaverðmæti sem gerði um 4,2 milljónir á úthaldsdag.Veiðiferðin hófst 3 maí og var farið á Hampiðjutorg. Að morgni 17 maí var landað i Reykjavík um 310 tonnum af grálúðu, haldið var aftur til veiða um kvöldið. Júlíus fór svo með Ísfirðinga unga sem aldna í siglingu um Ísafjarðardjúp á laugardagsmorgninum. Til sýnis um borð voru furðufiskar úr hafdjúpunum sem áhöfnin hafði safnað. Þar var einnig snæugla sem skipvejar höfðu tekið upp á arma sína og hjúkrað til heilsu.

Páll Pálsson fór einnig í siglingu á laugardagsmorguninn. Hann hafði komið til hafnar kvöldið áður með um 100 tonna afla uppistaðan þorskur af vestfjarðarmiðum. Framnes var með um 18 tonn og Stefnir um 11 tonn eftir stuttan túr. Andey landaði 10 tonnum á laugardagsmorgninum og fór svo í siglingu með Súðvíkinga.
föstudagurinn 22. mars 2002

Aðalfundur 2002

Niðurstaða aðalfundar Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. Haldinn á Hótel Ísafirði, 19. mars 2002.

Niðurstaða aðalfundar.(pdf)
fimmtudagurinn 14. mars 2002

Aflinn 2001

Aflamagn og aflaverðmæti skipa Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf árið 2001

Alls öfluðu skip H-G hf 11.717 tonna að verðmæti um 1.772 milljónir króna. Frystiskipið Júlíus Geirmundsson var um hálfann mánuð í slipp þar sem settar voru í skipið nýjar togvindur. Uppistaða í afla Júlíusar var þorskur og grálúða. Uppistaða í afla ísfisktogarans Páls Pálssonar var þorskur sem að mestum hluta fór til vinnslu í frystihúsi félagsins í Hnífsdal. Stefnir var á bolfiskveiðum fyrrihluta árs þar sem aflinn var að mestu steinbítur þorskur og ýsa. Eftir verkfall fór hann á rækjuveiðar. Stefnir var í slipp í um mánuð. Andey var á rækjuveiðum allt árið. Framnes var á rækjuveiðum allt árið utan tveggja mánaða þar sem skipið fór til Póllands í stálviðgerðir. Auk þessara fimm skipa gerir félagið út rækjubátana Báru og Örn sem stunda rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi.

 

 
Afli
Verðmæti
 
Júlíus Geirmundsson
4.558 tonn
1.100 millj.
cif.
Páll Pálsson
3.726 tonn
360 millj.
 
Andey
964 tonn
91 millj.
 
Framnes
723 tonn
68 millj.
 
Stefnir
1.357 tonn
124 millj.
 
Bára
194 tonn
14 millj.
 
Örn
195 tonn
14 millj.
 
Alls.
11.717 tonn
1.772 millj.kr.