Nánast allur afli Páls Pálssonar og Stefnis fór til vinnslu í fiskverkun H-G í Ísfélagshúsinu. Þessi vinnsla skapaði starfsfólki svo og skólafólki umtalsverða vinnu, en vel á fimmta hundrað tonn af makríl og síld voru unnin á vöktum í húsinu.
Guðmundur Níelsson málarameistari og félagar hans, þeir Svanbjörn Tryggvason og Gunnar Sigurðsson, hafa undanfarið nýtt góða veðrið á Ísafirði til að mála og fegra húsnæðið að utan.
Fyrr í sumar bættust svo tveir nýir leigjendur í hóp þeirra sem eru með aðstöðu í húsinu. Um að ræða sprotafyrirtækin Kerecis og ArcTrac sem hafa komið sér fyrir á þriðju hæðinni. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin í góðan hóp.
Á fjórðu hæðinni í húsinu er fyrir sem kunnugt er Sjúkraþjálfun Vestfjarða með sína starfsemi. Þar er bæjarbúum m.a. boðið upp á tækjasal til líkamsræktar. Á jarðhæðinni er Klofningur ehf. með starfsemi sem felst í frystingu loðdýrafóðurs.
H-G er svo að sjálfsögðu sjálft með öfluga starfsemi í húsinu, þar sem hluti landvinnslu félagsins er staðsettur. Starfsmenn hennar fengu nýtt hráefni til úrvinnslu í sumar en þar voru lausfryst á fimmta hundrað tonn af makríl, sem allur fór til manneldis. Þessa vinnsla skapaði starfsfólki svo og skólafólki umtalsverða vinnu í sumar.
Gestirnir kynntu sér starfsemi og sögu fyrirtækisins, skoðuðu bolfiskvinnsluna í Hnífsdal í og smökkuðu á hluta af þeim afurðum sem fyrirtækið framleiðir.
Átta starfsmenn H-G voru heiðraðir á föstudaginn fyrir langan og farsælan starfsferil hjá fyrirtækinu. Sá sem lengstan starfsaldur á að baki í þeim hópi hóf störf árið 1964 eða fyrir 47 árum.
Á laugardaginn mætti vel á annað hundrað gesta í opið hús í H-G í Hnífsdal. Verður að segjast að það kom okkur þægilega á óvart hve margir lögðu leið sína hingað til að kynna sér fyrirtækið. Menn höfðu gjarnan orð á því að starfsemin væri mun umfangsmeiri og fjölbreyttari en þeir hefðu gert sér grein fyrir og þeir færu því öllu fróðari af vettvangi. Þar með var tilgangnum líka náð með opna húsinu.
Við þökkum gestum okkar í Edinborgarhúsi og í Hnífsdal kærlega fyrir komuna og starfsfólki H-G fyrir þátt sinn í að gera tímamótin í sögu fyrirtækisins bæði afar ánægjuleg og eftirminnileg.