Heildaraflaverðmæti Páls á tímabilinu miðað við meðalverð árið 2002 er um 14 milljarðar eða um 460 milljónir á ári.
Skipstjórar hafa verið Guðjón Arnar Kristjánsson (1972 til 1992 ) Kristján Jóakimsson ( 1992 til 1995 ) og Páll Halldórsson ( 1995- ). Í tilefni afmælisins hittust fyrrverandi og núverandi skipsverjar á laugardagskvöldið og áttu góða kvöldstund saman.
Á sjófrystifundi SH sem haldin var í Reykjavík 30. desember síðastliðinn var áhöfninni á Júlíusi Geirmundssyni veitt tvenn verðlaun, frá Icelandic UK og Iclandic USA. Verðlaunin voru veitt fyrir góðan árangur í vöruvöndun og framleiðslumálum á síðasta ári. Bretlands og Bandaríkjamarkaðir eru mikilvægustu markaðir fyrir þorsk og ýsuafurðir skipsins. Verðlaunin eru ánægjuleg viðurkenning fyir áhöfn og útgerð og jafnframt hvatning í byrjun nýs árs.
Skip | Afli | Aflaverðmæti | |
Júlíus Geirmundsson | 4.600 tonn | 1.134 mill. | (fob) |
Páll Pálsson | 3.827 tonn | 436 mill. | |
Andey | 1.324 tonn | 144 mill. | |
Stefnir | 1.303 tonn | 143 mill. | |
Framnes | 1.276 tonn | 137 mill. |